Töfraflautan & Thierry (Mugler)

Þetta er mögulega skiljanlegast þeim sem hafa séð nýjustu uppfærslu Íslensku Óperunnar á Töfraflautunni. Því myndirnar hér að neðan frá sýningunni eru vægast sagt óskýrar auk þess sem búningurinn er ókláraður þegar ruv.is tók upp þetta myndskeið. Merkilegt nokk er ekki að finna neinar betri myndir á Netinu af þessu ákveðna dressi. Fullkláraður búningur skartaði pallíettu-„fjöðrum“ í grænu og bláu yst en rauðu á bringunni auk hárlokka á ermum.

Búningur Næturdrottningarinnar, hönnuður er Filippía Elísdóttir.

Kjóll úr haute couture (hátísku-) línu Thierry Mugler frá 1997.